Í gær fagnaði Karl Berndsen áframhaldandi sigurgöngu sjónvarpsþáttarins Nýju útliti sem sýndur er á Skjá einum í húsakynnum Beauty Barsins, sem er hárgreiðslustofa Karls, staðsett í turninum við Höfðatorg í Borgartúni.
Á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá að Karl bauð upp á dýrindis kræsingar á hárgreiðslustofunni sinni sem er á við skemmtistað þegar kemur að stærð og stemningu.

Karl sýndi gestum hvernig hann hefur skilgreint og flokkað vaxtarlag kvenna sem hann vinnur út frá í Nýju útliti á auðveldan og jákvæðan máta.
„Ég fór að velta fyrir mér að ég yrði að þróast og þar sem að ég er ljón þá vildi ég náttúrulega hafa vit á öllu og ég hugsaði með mér ókei ég er með hárið á hreinu og meik upið svona ágætlega á hreinu. Ég vill vita meira um vaxtarlag kvenna," sagði Karl þegar hann kynnti nýju hugmyndina sína sem lagðist vel í kvenkyns gesti.