Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, og Laurent Blanc, landsliðsþjálfari Frakka, hafa tekið höndum saman og ætla að reyna að fá meira út úr sóknarmanninum Karim Benzema.
Þeir eru báðir sammála því að Benzema búi yfir frábærum hæfileikum en nái ekki að nýta sér þá á vellinum. Hann hefur ollið miklum vonbrigðum síðan Madrídarliðið keypti hann.
„Ég og Laurent höfum mikið rætt um Karim. Hann er frábær leikmaður en þarf að sýna meir metnað," segir Mourinho sem hefur áður gagnrýnt Benzema fyrir að leggja sig ekki nægilega mikið fram á æfingum.