Vill strangt eftirlit með forvirkum rannsóknum 18. ágúst 2010 04:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir „Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir." Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög varlega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar," segir hún og hrósar jafnframt dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að setja jafn mikilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis." Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís," segir meðal annars í yfirlýsingunni.- jss Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir." Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög varlega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar," segir hún og hrósar jafnframt dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að setja jafn mikilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis." Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís," segir meðal annars í yfirlýsingunni.- jss
Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira