Kæri borgarstjóri - göngugata, ekki göngugata, göngugata? 21. ágúst 2010 06:00 Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun