Vill órólega deild VG fella stjórnina? 26. ágúst 2010 06:15 Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun