Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar SB skrifar 15. apríl 2010 08:54 Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var mikið sjónarspil. Nýja eldgosið gæti varað lengi. Mynd/ Vilhelm. Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira