Bjarney segir að það sé ekki sama myrkrið í dag og var í gær. „En það var verið að koma með grímur og gleraugu þannig að þeir búast við einhverju," segir Bjarney. Það er björgunarsveitin sem sér um að dreifa hlífðarbúnaðinum.

Bjarnney og eiginmaður hennar, Torfi Jónsson, eru með 22 mjólkandi kýr og 300 kindur. Þeim hefur tekist að koma öllum dýrunum á hús og því eru þau ekki í hættu.
Bjarney segir að rykið sé alveg ógeðslegt og smjúgi inn um öll göt og glugga. „Ég var að vinna í álverinu áður en við komum hingað og þetta er bara voðalega svipað og rykið þar," segir Bjarney.