Bubbi biður Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar og Gunnars 24. nóvember 2010 17:55 „Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli,“ segir Bubbi. Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. Gunnar Rúnar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. Verjandi hans fer fram á að réttarhaldið verði lokað og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Bubbi fjallar um málið í pistli sem hann kallar „Fjölmiðlaklám" á Pressunni í dag. „Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi." Bubbi bendir á að fyrst tveir geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur þá hljóti þeir að byggja niðurstöðu sína á einhverju áþreifanlegu. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?" Þá segir Bubbi: „Menn geta haft skoðun á Gunnari í Krossinum, en hvernig hann tók á máli morðingja móður sinnar er eitt magnaðasta dæmi í seinni tíma hér á landi um hvernig kærleikur og mennska í sinni fegurstu mynd birtist í fyrirgefningunni. Mér er það líka óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar eru að rúnka sér á þessu máli. Það er alger óþarfi og meiðir bara aðstandendur meira. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. Gunnar Rúnar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. Verjandi hans fer fram á að réttarhaldið verði lokað og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Bubbi fjallar um málið í pistli sem hann kallar „Fjölmiðlaklám" á Pressunni í dag. „Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi." Bubbi bendir á að fyrst tveir geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur þá hljóti þeir að byggja niðurstöðu sína á einhverju áþreifanlegu. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?" Þá segir Bubbi: „Menn geta haft skoðun á Gunnari í Krossinum, en hvernig hann tók á máli morðingja móður sinnar er eitt magnaðasta dæmi í seinni tíma hér á landi um hvernig kærleikur og mennska í sinni fegurstu mynd birtist í fyrirgefningunni. Mér er það líka óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar eru að rúnka sér á þessu máli. Það er alger óþarfi og meiðir bara aðstandendur meira. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira