Horfur á að ferðamönnum fækki um hundrað þúsund 27. apríl 2010 12:25 Katrín segir afar mikilvægt að koma því á framfæri við umheiminn að ferðamenn séu öruggir á Íslandi. Ríkisstjórnin hyggst leggja allt að 350 milljónir króna til kynningar á landinu. Mynd/GVA Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna til Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að stefnt gæti í að erlendum ferðamönnum fækkaði um allt að eitt hundrað þúsund miðað við áætlanir þessa árs, sem hefði í för með sér tekjutap upp á 25 til 30 milljarða króna. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, sagði að sérstakt viðbragðsteymi stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustu hefði starfað frá því eldgosið í Eyjafjöllum hófst. Mjög mikilvægt væri að koma því á framfæri við umheiminn að ferðamenn væru öruggir á Íslandi. Ríkisstjórnin myndi leggja allt að 350 milljónir króna til kynningar á landinu, móti sams konar framlagi frá aðilum í ferðaþjónustu, sveitarfélögum og öðrum sem hefðu hag af ferðaþjónustunni. Heildarframlög til kynningarmála gætu því orðið allt að 700 milljónir króna. Katrín sagði að fjármununum yrði varið til beinna auglýsinga sem og kynninga, t.d. fyrir ferðaheildsöluaðila. Í raun væri um fjárfestingu að ræða því kynningin myndi bæði skila auknum skatttekjum og verja fjárfestingu undanfarinna ára í ferðaþjónustunni. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði Ísland aldrei hafa fengið meiri kynningu eða umræðu í fjölmiðlum í heiminum og að undanförnu. Í þeirri umræðu fælist líka tækifæri. Mikilvægt væri að koma því á framfæri að Ísland væri jafn öruggt heim að sækja nú og áður. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna til Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að stefnt gæti í að erlendum ferðamönnum fækkaði um allt að eitt hundrað þúsund miðað við áætlanir þessa árs, sem hefði í för með sér tekjutap upp á 25 til 30 milljarða króna. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, sagði að sérstakt viðbragðsteymi stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustu hefði starfað frá því eldgosið í Eyjafjöllum hófst. Mjög mikilvægt væri að koma því á framfæri við umheiminn að ferðamenn væru öruggir á Íslandi. Ríkisstjórnin myndi leggja allt að 350 milljónir króna til kynningar á landinu, móti sams konar framlagi frá aðilum í ferðaþjónustu, sveitarfélögum og öðrum sem hefðu hag af ferðaþjónustunni. Heildarframlög til kynningarmála gætu því orðið allt að 700 milljónir króna. Katrín sagði að fjármununum yrði varið til beinna auglýsinga sem og kynninga, t.d. fyrir ferðaheildsöluaðila. Í raun væri um fjárfestingu að ræða því kynningin myndi bæði skila auknum skatttekjum og verja fjárfestingu undanfarinna ára í ferðaþjónustunni. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði Ísland aldrei hafa fengið meiri kynningu eða umræðu í fjölmiðlum í heiminum og að undanförnu. Í þeirri umræðu fælist líka tækifæri. Mikilvægt væri að koma því á framfæri að Ísland væri jafn öruggt heim að sækja nú og áður.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira