Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez íhugar það mjög alvarlega þessa dagana að yfirgefa hebúðir Spánarmeistara Barcelona eftir HM.
Miðvörðurinn fékk fá tækifæri á síðustu leiktíð þar sem Pique og Puyol léku lengstum fyrir miðri vörn Börsunga. Hann kom aðeins við sögu í 20 leikjum.
Þessi 31 árs gamli leikmaður getur valið úr tilboðum vilji hann fara en bæði Juventus og Galatasaray hafa lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Marquez mun setjast niður með Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, eftir HM. Marquez segir að hann muni hafa mikið með framtíð sína að segja.
Varnarmaðurinn hefur verið í herbúðum Börsunga síðan 2003 er hann kom frá Monaco. Hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2012.