Fótbolti

Frost og snjór í Flórens í kvöld - áhorfendum ráðlagt að klæða sig vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben hjá Bayern Munchen var með húfu og vettlinga á æfingu í gær.
Arjen Robben hjá Bayern Munchen var með húfu og vettlinga á æfingu í gær. Mynd/Bongarts/Getty Images
Forráðamenn Fiorentina geta andað aðeins léttar því nú er ljóst að seinni leikur liðsins og Bayern Munchen í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar mun fara fram í kvöld. Óttast var að það gæti þurft að fresta leiknum vegna mikils fannfergis en minni snjókoma verður en spáð var í fyrstu.

„Það verður smá snjókoma í Flórens en ef veðrið helst eins og það er núna þá er ekkert að óttast. Völlurinn hefur verið hitaður upp í 28 gráður og því festist enginn snjór á vellinum," segir í tilkynningu á heimasíðu Fiorentina.

Það er spáð eins stigs frosti á meðan leiknum stendur en það verður hvasst og því verður vindkælingin upp eins og ef væri 11 stiga frost í logni. Áhorfendum á leiknum er því ráðlagt að klæða sig vel í kvöld.

Bayern Munchen vann fyrri leikinn 2-1 í Þýskalandi og því nægir heimamönnum í Fiorentina að vinna leikinn 1-0 til þess að komast áfram í átta liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×