Eurovision: Íslendingar þurfa að halda næstu keppni 28. maí 2010 03:00 Hera Björk Þórhallsdóttir er umsetin af fjölmiðlafólki á Eurovisionkeppninni í Ósló. Hún segir að Eurovision-keppnin verði haldin á Íslandi á næsta ári. Fréttablaðið/EÁ Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is Eurovision Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is
Eurovision Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira