Rannsóknir tveggja dýralækna stöðvaðar 19. júní 2010 04:00 Hestaveikin Viðamiklar rannsóknir eru í gangi til að finna veiru þá sem veldur smitandi hósta í hrossum og finna aðferðir sem gagnast gegn henni. Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmiskerfi hrossanna. Þetta staðfesti Susanne Braun annar dýralæknanna við Fréttablaðið í gær. Hinn dýralæknirinn, Björn Steinbjörnsson, sem vinnur hjá Matvælastofnun, en hefur fengist við rannsóknirnar utan vinnutíma að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Susanne hefur verið sjálfstætt starfandi dýralæknir hér á landi um árabil. „Já, það er rétt að ég bannaði þetta þar til að dýralæknarnir eru búnir að sækja um leyfi fyrir fyrirhugaðri tilraunastarfsemi á hrossum til tilraunadýranefndar og fá það,“ sagði yfirdýralæknir í gær. „Þegar ég frétti að þau væru farin að ráðgera umfangsmeiri tilraunir og óska eftir hestum til þess að prófa á þeim tiltekið efni, þá var ekki um annað að ræða en að þau yrðu að fara formlegu leiðina.“ Susanne kvaðst skilja þá afstöðu yfirdýralæknis að tilraunirnar þyrftu að fara í formlegt ferli. „Ég mun sækja um leyfi til Tilraunadýranefndar með hraði og biðja um flýtimeðferð hjá nefndinni,“ sagði hún. „Það er svo mikið í húfi að okkur finnst að þetta þoli enga bið.“- jss Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmiskerfi hrossanna. Þetta staðfesti Susanne Braun annar dýralæknanna við Fréttablaðið í gær. Hinn dýralæknirinn, Björn Steinbjörnsson, sem vinnur hjá Matvælastofnun, en hefur fengist við rannsóknirnar utan vinnutíma að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Susanne hefur verið sjálfstætt starfandi dýralæknir hér á landi um árabil. „Já, það er rétt að ég bannaði þetta þar til að dýralæknarnir eru búnir að sækja um leyfi fyrir fyrirhugaðri tilraunastarfsemi á hrossum til tilraunadýranefndar og fá það,“ sagði yfirdýralæknir í gær. „Þegar ég frétti að þau væru farin að ráðgera umfangsmeiri tilraunir og óska eftir hestum til þess að prófa á þeim tiltekið efni, þá var ekki um annað að ræða en að þau yrðu að fara formlegu leiðina.“ Susanne kvaðst skilja þá afstöðu yfirdýralæknis að tilraunirnar þyrftu að fara í formlegt ferli. „Ég mun sækja um leyfi til Tilraunadýranefndar með hraði og biðja um flýtimeðferð hjá nefndinni,“ sagði hún. „Það er svo mikið í húfi að okkur finnst að þetta þoli enga bið.“- jss
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira