Real Madrid vann 1-5 sigur gegn Tenerife á Heliodoro Rodriguez Lopez-leikvanginum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Madridingar skutust þar með á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið, en Barcelona getur endurheimt toppsætið með sigri gegn Malaga síðar í kvöld.
Hinn sjóðandi heiti Gonzalo Higuain skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleik en staðan var 0-2 í hálfleik.
Garcia Ayoze náði svo að minnka muninn fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks en það reyndist skammgóður vermir þar sem Kaka kom Real Madrid í 1-3 aðeins mínútu síðar.
Það voru svo Cristiano Ronaldo og Raúl González sem innsigluðu sigur gestanna með tveimur mörkum á lokamínútunum og niðurstaðan sem segir 1-5 sigur.