Fengu milljónir að láni hjá Milestone 27. apríl 2010 06:00 Nýir eigendur skiptu um menn í brúnni hjá Sjóvá. Hér eru þeir Þór Sigfússon, þá verðandi forstjóri, Karl Wernersson, Helgi Bjarnason aðstoðarforstjóri og Þorgils Óttar Mathiesen, fráfarandi forstjóri tryggingarfélagsins.Fréttablaðið/e.ól Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bankans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslandsbanki fjármagnaði hlutabréfakaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaupin munu þó hafa verið gengin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bankans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði áttatíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingarfélagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vantaði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréfin á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuðust um rúmar þrjú hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagnaðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoðun í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast möguleikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er vakin athygli á hugsanlegum hagsmunaárekstrum tengdum lánveitingunum. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Þáttar International, sat á þessum tíma í stjórn bankans. Þá hafði stjórn bankans samþykkt, rúmum mánuði áður en lánin voru veitt, að selja 66 prósenta hlut bankans í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum fyrir 17,5 milljarða króna. Íslandsbanki hélt eftir afganginum. Ári síðar keypti Milestone allan hlut bankans fyrir 9,5 milljarða króna. Samtals lánaði Íslandsbanki fyrir rúmum helmingi kaupverðsins. Þrír stjórnenda bankans sátu jafnframt í áhættunefnd Glitnis og fjölluðu um lánamál Milestone Import Export. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að upphaflega hafi verið áformað að Íslandsbanki fjármagnaði hlutabréfakaup stjórnendanna en frá því fallið vegna umræðu um málið í fjölmiðlum. Hlutabréfakaupin munu þó hafa verið gengin í gegn áður en fjármögnun þeirra var tryggð að fullu. Stjórn bankans leitaði því hófanna hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Úr varð að Kaupþing fjármagnaði áttatíu prósent kaupverðsins og rann það til einkahlutafélags í eigu áttmenninganna. Fjárfestingarfélagið Milestone Import Export Ltd. lánaði það sem upp á vantaði. Lánin voru á markaðsvöxtum með álagi. Engar tryggingar voru fyrir lánunum. Sjö stjórnenda, sem keyptu bréfin á markaðsvirði og seldu aftur þremur mánuðum síðar, högnuðust um rúmar þrjú hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Íslandsbanka, hagnaðist um 184 milljónir króna en hinir um 31 milljón hver. Steinunn H. Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis, sagði þetta eitt þeirra mála sem séu í skoðun í tengslum við fall bankans haustið 2008. Hægt verði að leita nokkur ár aftur í tímann. Telji slitastjórnin hugsanleg brot hafa verið framin takmarkast möguleikar hennar til aðgerða við gjaldþrotalög. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent