Jose Mourinho, sem verður kynntur sem knattspyrnustjóri Real Madrid í vikunni, getur ekki beðið eftir að vinna með landa sínum Cristiano Ronaldo. Stjórinn lýsir honum sem „fyrirbæri."
Mourinho tekur líklega við á morgun eða fimmtudag. Opinberlega er Manuel Pellegrini þó stjóri Real Madrid enn sem komið er.
„Cristiano er fyrirbæri," segir Mourinho. „Við erum báðir frá Portúgal, hann er besti leikmaður heims og ég er einn af bestu þjálfurum heims. Ég vil sjá mörg mörk frá honum á næsta tímabili," segir stjórinn málglaði og hélt áfram.
„Enginn getur gagnrýnt hann þó að hann væri með Paris Hilton í fríi, eða ef hann fer til Los Angeles eða að hann kaupi sér Ferrari, af því hann er maður sem æfir og leikur eins og hann sé frá annarri plánetu. Hann fer í sögubækurnar," sagði Mourinho og sparaði ekki stóru orðin.
