Spánarmeistarar Barcelona lentu í þó nokkrum vandræðum með Malaga á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en náðu á endanum að innbyrða 2-1 sigur.
Pedro kom Barcelona yfir með marki á 69. mínútu en Valdo jafnaði metin fyrir gestina þegar um tíu mínútur lifðu leiks.
Það var svo enginn annar en Lionel Messi sem skoraði sigurmark Barcelona skömmu síðar en með sigrinum endurheimtu Börsungar toppsæti deildarinnar sem Madridingar höfðu skellt sér í fyrr í kvöld.