Svo virðist sem að Hollendingurinn Ibrahim Afellay sé á leið til Spánarmeistara Barcelona nú í janúar næstkomandi.
Umboðsmaður Afellay segir á heimasíðu umboðsskrifstofu sinnar að Barcelona hafi komist að samkomulagi við PSV Eindhoven um kaupverð á Affelay.
Leikmaðurinn sjálfur á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og gangast undir læknisskoðun. Það muni taka einhvern tíma.
Samningur Afellay við PSV rennur út næsta sumar.