Aðstandendur Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegt kynningarpartí á skemmtistaðnum Austur á föstudagskvöldið, en búið er að staðfesta að hátíðin fari fram 31. mars til 3. apríl á komandi ári.
Umgjörð og fyrirkomulag hátíðarinnar var kynnt gestum, en mörg af flottustu hönnuðum og fyrirsætum landsins létu sjá sig.



