Icelandair hefur tilkynnt að flugi félagsins í dag til sex Evrópuborga hefur verið aflýst. Flugi FI318 til Osló, og flugi FI436 til Manchester/Glasgow hefur verið seinkað til kl. 16.00 í dag í þeirri von að heimildir til flugs til þessara staða verði veittar þegar líður á daginn.
Eftirtöldum flugum hefur verið aflýst:
FI520/521 Frankfurt
FI542/543 París
FI450/451 London
FI306/307 Stokkhólmur
FI204/205 Kaupmannahöfn
FI342/343 Helsinki
FI212/213 Kaupmannahöfn
FI454/455 London
Icelandair stefnir að því að setja upp aukaflug þegar heimildir verða veittar til flugs og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is.
Annað flug, þ.e. flug vestur um haf, verður samkvæmt áætlun.