Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn 23. mars 2010 04:15 Með BBC á línunniþ Þau Anna og Þorkell óttast ekki gosið í Eyjafjallajökli, en líklega renna á þau tvær grímur ef Katla gýs einnig. Börn þeirra, Þorgerður og Runólfur, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu heldur. Fréttablaðið/vilhelm Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira