Fylgir hugur máli hjá Samfylkingunni? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. desember 2010 05:00 Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun