Þrískipting valdsins 29. september 2010 06:00 Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun