Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir 3. desember 2010 04:30 innbrotsþjófar Ábendingum borgara til lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða hefur fjölgað verulega og þær hafa borið góðan árangur. Lögregla metur nágrannavörslu mikils. „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira