Enginn gosmökkur er nú frá Eyjafjallajökli og sjást aðeins litlar gufubólstrar á toppnum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er engin aska í loftinu og heiðskýrt og fallegt veður.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu dró úr skjálftavirkni í jöklinum upp úr miðnætti en þá höfðu nokkrir skjálftar mælst undir jöklinum. Þeir voru allir frekar smáir og grunnir.
Einn skjálfti hefur mælst í jöklinum frá miðnætti en hann var fremur smár.