Nú var að ljúka grannaslag Espanyol og Barcelona í spænska boltanum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Espanyol sat í fjórtánda sæti fyrir hann.
Á 62. mínútu fékk Daniel Alves sitt annað gula spjald og þar með rautt. Börsungar léku því einum manni færri í um hálftíma en ekkert mark leit dagsins ljós.
Real Madrid hefur nú tækifæri til að minnka forskot Barcelona niður í eitt stig ef liðinu tekst að vinna Valencia á heimavelli sínum annað kvöld.
Fyrr í dag komst Sevilla upp í fjórða sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Sporting Gijon.