Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja 29. desember 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir Formaður bæjarráðs Kópavogs telur að Héraðsskjalasafnið borgi félagi í meirihlutaeigu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna of háa húsaleigu. Fréttablaðið/Valli Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira