13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur 21. desember 2010 06:00 rithöfundurinn ungi Adrian Sölvi með bækurnar sínar tvær, Ertu svona lítill? og Grái litli. Bækurnar kosta 1.500 krónur og eru til sölu í Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg.fréttablaðið/vilhelm „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is Fréttir Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is
Fréttir Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira