Þingmannanefndin féll á prófinu Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. september 2010 06:00 Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar