Ísland og þúsaldarmarkmiðin 30. september 2010 06:00 Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. Markmiðin forgangsraðaNú hafa leiðtogar heimsins enn fundað um svonefnd þúsaldarmarkmið, sem eru skilgreining á þeim markmiðum sem menn setja sér að ná fyrir fátæku löndin árið 2015. Fimm ár til stefnu og þótt margt hafi áunnist er enn þá svo langt í land að fimm ár duga engan veginn. Aldamótin síðustu voru notuð til að spýta í lófana í þróunarmálum, skilgreina forgangsröðina betur og setja háleit markmið sem átti að ná á stuttum tíma. Kosturinn við þessi markmið er sá að þau snúast um hluti sem auðvelt er að ná samstöðu um: Hjálpa þeim sem búa við mesta örbirgð, koma í veg fyrir að konur farist úr barnsnauð, stemma stigu við hættulegum sjúkdómum, tryggja öllum börnum grunnskólagöngu og koma í veg fyrir hungur. Ókosturinn við þau er hins vegar sá að séu þau ekki löguð að aðstæðum hverju sinni passa þau hvergi. Ísland og þúsaldarmarkmiðinEf íslensk þróunaraðstoð í Malaví er skoðuð þá fylgir hún grunnhugsun þúsaldarmarkmiðanna. Eitt þeirra er að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Í ár lýkur verkefni sem gengur einmitt út á að koma upp nokkur hundruð vatnsbólum í þorpum þar sem engin voru fyrir; 20 þúsund heimili munu njóta. Í þessum mánuði verður tekin í notkun ný fæðingardeild í litlu þorpssjúkrahúsi sem Íslendingar hafa byggt upp. Konur sem áður fæddu á bastmottum í leirkofum úti í þorpunum fá nú aðgang að góðri fæðingardeild og sængurkvennaþjónustu. Spítalinn er líka með litla skurðstofu sem var opnuð fyrir tveimur árum, þar er hægt að gera keisaraskurði í neyðartilvikum, í stað þess að bíða sjúkrabíls og aka 50 km leið. Í afskekkri sveit eru verkamenn að hefja smíði á fæðingargangi við litla heilsugæslustöð sem þjónar 15.000 manns. Marga mánuði á ári eru allir vegir ófærir meðan regntíminn stendur og útilokað að koma konu í barnsnauð til aðstoðar með sjúkrabíl. Hver kona á að meðaltali sex börn svo ljóst má vera að í þessari sveit er rík þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Þessir hlutir stuðla að því að Malaví mun geta sýnt fram á lækkaða dánartíðni mæðra og ungbarna árið 2015. Ekki má gleyma að í héraðinu hafa Íslendingar byggt eða endurgert 23 grunnskóla. Þar vinnum við líka samkvæmt þúsaldarmarkmiðunum og vantar enn mikið upp á, í þessu 800 þúsund manna héraði eru 300.000 börn á grunnskólaaldri og meira en helmingur hefur ekki skólastofu til að sitja í, heldur fer kennsla fram undir tré. Ólæsi er mikið í þessu héraði, meira en helmingur kvenna ólæs. Íslendingar styrkja 90 leshringi fyrir fullorðinnafræðslu. Horft að neðanMeðan hinir háu herrar og frúr ræddu stöðu mála á þingi Sameinuðu þjóðanna gekk lífið sinn vanagang við Malavívatn. Sjúkrabílarnir sem Íslendingar gáfu voru stöðugt á ferðinni. Vonast er til að gólfdúkurinn á nýju fæðingardeildina komist á alveg næstu daga og þá verður nýjum fæðingarbekkjum rúllað inn. Við fengum fregnir af því að verktakinn væri kominn á vettvang til að grafa fyrir viðbyggingu í heilsugæslustöðinni í sveitinni afskekktu, nú hefst kapphlaup við tímann því rigningarnar byrja í desember. Við sendum smotterí af byggingarefni sem vantaði til þorpsbúa úti á mörkinni, þeir ákváðu að byggja sjálfir skólastofur en fengu aðstoð frá okkur með steypu og járn. Upphæðin er svo lág að hún mælist ekki á hinum stóra kvarða þúsaldarmarkmiðanna. Samt eru þessar skólastofur hluti af þeim. Það er ágætt að vita til þess að þessar áþreifanlegu og raunverulegu lífskjarabætur muni á endanum rata inn í skýrslur og verða hluti af aukastöfum og prósentum sem verða ræddar af kappi í þingsölum um víða veröld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. Markmiðin forgangsraðaNú hafa leiðtogar heimsins enn fundað um svonefnd þúsaldarmarkmið, sem eru skilgreining á þeim markmiðum sem menn setja sér að ná fyrir fátæku löndin árið 2015. Fimm ár til stefnu og þótt margt hafi áunnist er enn þá svo langt í land að fimm ár duga engan veginn. Aldamótin síðustu voru notuð til að spýta í lófana í þróunarmálum, skilgreina forgangsröðina betur og setja háleit markmið sem átti að ná á stuttum tíma. Kosturinn við þessi markmið er sá að þau snúast um hluti sem auðvelt er að ná samstöðu um: Hjálpa þeim sem búa við mesta örbirgð, koma í veg fyrir að konur farist úr barnsnauð, stemma stigu við hættulegum sjúkdómum, tryggja öllum börnum grunnskólagöngu og koma í veg fyrir hungur. Ókosturinn við þau er hins vegar sá að séu þau ekki löguð að aðstæðum hverju sinni passa þau hvergi. Ísland og þúsaldarmarkmiðinEf íslensk þróunaraðstoð í Malaví er skoðuð þá fylgir hún grunnhugsun þúsaldarmarkmiðanna. Eitt þeirra er að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Í ár lýkur verkefni sem gengur einmitt út á að koma upp nokkur hundruð vatnsbólum í þorpum þar sem engin voru fyrir; 20 þúsund heimili munu njóta. Í þessum mánuði verður tekin í notkun ný fæðingardeild í litlu þorpssjúkrahúsi sem Íslendingar hafa byggt upp. Konur sem áður fæddu á bastmottum í leirkofum úti í þorpunum fá nú aðgang að góðri fæðingardeild og sængurkvennaþjónustu. Spítalinn er líka með litla skurðstofu sem var opnuð fyrir tveimur árum, þar er hægt að gera keisaraskurði í neyðartilvikum, í stað þess að bíða sjúkrabíls og aka 50 km leið. Í afskekkri sveit eru verkamenn að hefja smíði á fæðingargangi við litla heilsugæslustöð sem þjónar 15.000 manns. Marga mánuði á ári eru allir vegir ófærir meðan regntíminn stendur og útilokað að koma konu í barnsnauð til aðstoðar með sjúkrabíl. Hver kona á að meðaltali sex börn svo ljóst má vera að í þessari sveit er rík þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Þessir hlutir stuðla að því að Malaví mun geta sýnt fram á lækkaða dánartíðni mæðra og ungbarna árið 2015. Ekki má gleyma að í héraðinu hafa Íslendingar byggt eða endurgert 23 grunnskóla. Þar vinnum við líka samkvæmt þúsaldarmarkmiðunum og vantar enn mikið upp á, í þessu 800 þúsund manna héraði eru 300.000 börn á grunnskólaaldri og meira en helmingur hefur ekki skólastofu til að sitja í, heldur fer kennsla fram undir tré. Ólæsi er mikið í þessu héraði, meira en helmingur kvenna ólæs. Íslendingar styrkja 90 leshringi fyrir fullorðinnafræðslu. Horft að neðanMeðan hinir háu herrar og frúr ræddu stöðu mála á þingi Sameinuðu þjóðanna gekk lífið sinn vanagang við Malavívatn. Sjúkrabílarnir sem Íslendingar gáfu voru stöðugt á ferðinni. Vonast er til að gólfdúkurinn á nýju fæðingardeildina komist á alveg næstu daga og þá verður nýjum fæðingarbekkjum rúllað inn. Við fengum fregnir af því að verktakinn væri kominn á vettvang til að grafa fyrir viðbyggingu í heilsugæslustöðinni í sveitinni afskekktu, nú hefst kapphlaup við tímann því rigningarnar byrja í desember. Við sendum smotterí af byggingarefni sem vantaði til þorpsbúa úti á mörkinni, þeir ákváðu að byggja sjálfir skólastofur en fengu aðstoð frá okkur með steypu og járn. Upphæðin er svo lág að hún mælist ekki á hinum stóra kvarða þúsaldarmarkmiðanna. Samt eru þessar skólastofur hluti af þeim. Það er ágætt að vita til þess að þessar áþreifanlegu og raunverulegu lífskjarabætur muni á endanum rata inn í skýrslur og verða hluti af aukastöfum og prósentum sem verða ræddar af kappi í þingsölum um víða veröld.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun