Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni 17. ágúst 2010 06:00 Vettvangur Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á vettvangi morðsins í einbýlishúsinu við Háaberg í Hafnarfirði, þar sem tæknideild lögreglunnar hefur fínkembt húsið og nágrenni þess. Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss
Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira