Gefðu oss Guð, meira þras! 27. ágúst 2010 06:00 Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð!
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun