Sjúkraflug í öskufalli bíður vottunar 14. maí 2010 05:00 Síðastliðinn föstudag skrifaði Mýflug undir saming við Sjúkratryggingar Íslands um að taka tímabundið við sjúkraflugi í Vestmannaeyjum. Myndin er frá sjúkraflugi Mýflugs frá Eskifirði árið 2006. Mynd/Hörður Geirsson Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur í tvígang kallað til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flugfélagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúkling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flugvél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar bagalegt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínútur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tímabundnu samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands sem undirritað var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast," segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlínunni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum," segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vestmannaeyjar séu inni á flugbannssvæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Bandaríkjunum, en fékk þvert nei." Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira