LungA haldin í tíunda skipti 10. júlí 2010 08:00 Framkvæmdaráð LungA Allt er nú að verða tilbúið á Seyðisfirði fyrir hina árlegu listahátíð LungA. Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ linda@frettabladid.is LungA Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ linda@frettabladid.is
LungA Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“