Borgin hreinsar til í kringum lóð Hrafns 17. apríl 2010 05:00 laugarnestangi Loftmyndin sýnir það rask sem borgaryfirvöld telja að Hrafn hafi gert á landi utan lóðarmarkanna. Hann hafi stækkað tjarnir og komið upp mannvirkjum. Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson
Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira