Húsgagnasmíði slær í gegn hjá nýnemum 1. desember 2010 02:00 Guðmundur Hreinsson og Magnús Ólafsson kennari ásamt nemendum Skólastjóri Byggingartækniskólans og fyrsta árs nemar í húsgagnasmíði á sýningu á skápum og borðum sem nemendur smíðuðu. Sýningin hófst í gær og lýkur í dag í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.Fréttablaðið/GVA Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast talsvert eins og tískubylgjur. Stundum hafi hún farið „undir frostmark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu,“ segir Guðmundur, sem kveður námið í húsgagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér húsgögn eftir einhverja fræga hönnuði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í einhverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhaldsnám að loknu námi í húsgagnasmíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grundvöllur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skólastjórinn segir samsetningu nemendahópsins hafa breyst gríðarlega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næstum jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægjulegt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast talsvert eins og tískubylgjur. Stundum hafi hún farið „undir frostmark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu,“ segir Guðmundur, sem kveður námið í húsgagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér húsgögn eftir einhverja fræga hönnuði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í einhverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhaldsnám að loknu námi í húsgagnasmíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grundvöllur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skólastjórinn segir samsetningu nemendahópsins hafa breyst gríðarlega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næstum jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægjulegt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira