Enginn er nú í haldi lögreglu vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn er enn í fullum gangi og voru nokkrir aðilar yfirheyrðir í gærkvöldi. Yfirheyrslum verður framhaldið í dag að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Tíu dagar eru nú liðnir síðan Hannes fannst myrtur á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði.