Diego Forlan hefur ítrekaður verið sagður á förum frá Atletico Madrid en sjálfur segist hann ekki vera að fara neitt þó svo áhugi stórliða á honum sé mikill.
Forlan fór á kostum á HM og AC Milan, Inter, Juventus og Real Madrid hafa öll verið orðuð við leikmanninn síðan.
Orðrómur hefur verið uppi að grunnt sé á því góða á milli Forland og þjálfara Atletico, Sanchez Flores, en hann segir þann orðróm vera rangan.
"Það er allt í góðu á milli mín og þjálfarans. Samningur minn rennur ekki út fyrr en eftir tvö ár og ég ætla að virða hann," sagði Forlan.