Fótbolti

Ronaldo heldur í vonina

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hefur ekki misst vonina um að vinna titilinn eftir ósigur gegn Barcelona í stórslag liðanna í gær.

Lionel Messi og Pedro skoruðu mörk Börsunga en aðeins þrjú stig skilja liðin að á toppnum þegar að sjö umferðir eru eftir í Spænsku úrvaldsdeildinni.

„Barcelona-liðið spilaði miklu betur en við. Þrátt fyrir það verðum við allir að halda haus og einbeita okkur að þessum sjö leikjum sem að eftir eru," sagði Portúgalinn Ronaldo eftir leikinn gegn Barcelona í gær.

„Svo lengi sem við eigum enn möguleika þá verðum við að hugsa jákvætt. Við verðum að trúa því að þetta sé mögulegt. Ég er atvinnumaður og mun aldrei gefast upp."

Ronaldo vonast til þess að liðið læri af þessu tapi og segir að ekki sé hægt að dæma liðið fyrr en að tímabili loknu.

„Það er aldrei gott að tapa en við verðum að læra af svona leikjum. Stundum vinnur þú og stundum tapar maður, en við skulum sjá til hvernig þetta lítur út í lok tímabilsins," sagði Ronaldo sem hefur ekki gefið upp alla von.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×