Aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils Sveinn Runólfsson skrifar 2. júlí 2010 04:00 Ágengar framandi lífverur eru alþjóðlegt vandamál, sem bregðast þarf við hér á landi sem annars staðar. Aukin útbreiðsla þeirra er nú talin ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni í heiminum. Víða um lönd fer fram kostnaðarsöm og erfið barátta við afleiðingar af flutningi lífvera úr náttúrlegum heimkynnum til nýrra svæða. Þekktasta dæmið hér á landi er minkurinn, en baráttan við hann hefur staðið yfir í 80 ár og hefur kostað hundruð milljóna. Íslendingar hafa skuldbundið sig líkt og flestar aðrar þjóðir til að berjast gegn ágengum framandi tegundum og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum. Okkur ber t.d. samkvæmt Ríósáttmálanum um líffræðilega fjölbreytni að koma í veg fyrir að fluttar séu til landsins erlendar tegundir sem ógna vistkerfum, vistgerðum eða tegundum og búsvæðum þeirra. Að öðrum kosti skal stjórna útbreiðslu þeirra eða uppræta þær. Við eigum og þurfum að virða leikreglur á þessu sviði sem taka mið af þekkingu og alþjóðlegri reynslu, ekki síst vegna þess að vistkerfi einangraðra eyja eru viðkvæm fyrir innflutningi og dreifingu framandi lífvera og er Ísland þar engin undantekning. Á undanförnum árum hefur lítið verið aðhafst til varnar ágengum framandi tegundum hér á landi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hefja aðgerðir til að takmarka tjón af völdum þeirra í samræmi við stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Notkun innfluttra tegundaJón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar ÍslandsGróður- og jarðvegseyðing er stærsta umhverfisvandamál Íslands og endurheimt landgæða og skóglenda er brýnt úrlausnarefni. Innfluttar tegundir hafa verið notaðar í því starfi, en þess ber að gæta að notkun þeirra samrýmist öðrum umhverfismarkmiðum. Alaskalúpína var flutt til landsins til að græða upp auðnir og skaddað land. Flestir sem varað hafa við hættu sem lífríki landsins stafar af innflutningi og dreifingu ágengra framandi tegunda viðurkenna að alaskalúpínan er mjög öflug landgræðsluplanta. Hins vegar sýnir reynslan að hún festir ekki aðeins rætur í ógrónu landi heldur getur hún einnig breiðst yfir gróin svæði og gjörbreytt gróðurfari þeirra. Því ber að nota tegundina með fyllstu gát. Nýlega kynnti umhverfisráðherra áætlun sem miðar að því að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og takmarka eins og kostur er neikvæð áhrif þeirra á íslenska náttúru. Áætlunin var unnin að beiðni ráðherra af vinnuhópi sem skipaður var starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins. Í kjölfarið á kynningu áætlunarinnar spannst talsverð umræða um tillögur stofnananna. Eindregnust gagnrýni á þær var sett fram af hálfu Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands, sem skiluðu sameiginlega skriflegum athugasemdum til umhverfisráðherra. Þær eru ekki taldar gefa tilefni til að sveigja af þeirri leið sem mörkuð var í tillögum Náttúrufræðistofnunar og Landgræðslunnar. Ákvarðanir um fyrstu aðgerðirSveinn Runólfsson landgræðslustjóri Landgræðslu ríkisinsMikilvægt er að forgangsraða þeim svæðum þar sem sporna skal gegn útbreiðslu tegundanna tveggja. Undanfarin 10 ár hefur ræktun og dreifing framandi plöntutegunda verið bönnuð á hálendi landsins ofan 500 metra hæðarmarka, á friðlýstum svæðum og jarðmyndunum og vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Eðlilegt er að hafist verði handa við að uppræta lúpínu og skógarkerfil á þessum svæðum og hefur ráðherra í samvinnu við stofnanirnar ákveðið að þau verði fyrst tekin fyrir. Einnig hefur verið ákveðið að færa umrædd hæðarmörk niður í 400 metra yfir sjó og banna ræktun og dreifingu framandi tegunda ofan þeirrar línu á hálendinu. Miðhálendið er nú að mestu laust við alaskalúpínu og algerlega við skógarkerfil. Enn ætti því að vera hægt án mikilla erfiðleika að uppræta lúpínuna á hálendinu og koma í veg fyrir að hún nemi þar ný lönd. Ákveðið hefur verið að reyna að takmarka ræktun og dreifingu alaskalúpínu við svæði þar sem sterk rök eru fyrir notkun hennar í landgræðslu og skógrækt. Æskilegt væri að lúpína verði eingöngu notuð á stórum, samfelldum sanda-, vikra- og melasvæðum þar sem sjálfgræðsla er lítil og uppgræðsla eða skógrækt með öðrum aðferðum mjög kostnaðarsöm eða erfiðleikum bundin. Ráðherra hefur því ákveðið að fela Landgræðslu ríkisins í samráði við Skógrækt ríkisins og aðra sem hagsmuna hafa að gæta að setja fram tillögur um hvar á landinu megi nota alaskalúpínu. LokaorðAlaskalúpínan hefur breiðst mikið út á undanförnum árum, ekki síst í nágrenni þéttbýlis Heimamenn þurfa að svara því hver á sínum stað hvort þeir telji það æskilega þróun að lúpínubreiður verði ríkjandi á stórum svæðum. Sveitarfélögin þurfa sjálf að taka afstöðu og sýna frumkvæði, líkt og Stykkishólmsbær, Akureyrarbær, Ísafjarðarbær og Garðabær hafa gert. Skilningur almennings á vandamálinu skiptir öllu máli eigi árangur að nást. Fræðsla og upplýsing um vandmálin sem við er að etja skipta öllu máli ásamt samvinnu og samráði við sveitarfélög og aðra aðila sem þurfa að koma að málum. Öfgalaus og upplýst umræða er forsenda þess að árangur náist í þessu brýna verkefni sem er samfélagslegs eðlis líkt og nánast öll þau verkefni sem snúa að náttúru- og umhverfisvernd og felur fyrst og fremst í sér ábyrga umgengni mannsins við náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ágengar framandi lífverur eru alþjóðlegt vandamál, sem bregðast þarf við hér á landi sem annars staðar. Aukin útbreiðsla þeirra er nú talin ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni í heiminum. Víða um lönd fer fram kostnaðarsöm og erfið barátta við afleiðingar af flutningi lífvera úr náttúrlegum heimkynnum til nýrra svæða. Þekktasta dæmið hér á landi er minkurinn, en baráttan við hann hefur staðið yfir í 80 ár og hefur kostað hundruð milljóna. Íslendingar hafa skuldbundið sig líkt og flestar aðrar þjóðir til að berjast gegn ágengum framandi tegundum og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum. Okkur ber t.d. samkvæmt Ríósáttmálanum um líffræðilega fjölbreytni að koma í veg fyrir að fluttar séu til landsins erlendar tegundir sem ógna vistkerfum, vistgerðum eða tegundum og búsvæðum þeirra. Að öðrum kosti skal stjórna útbreiðslu þeirra eða uppræta þær. Við eigum og þurfum að virða leikreglur á þessu sviði sem taka mið af þekkingu og alþjóðlegri reynslu, ekki síst vegna þess að vistkerfi einangraðra eyja eru viðkvæm fyrir innflutningi og dreifingu framandi lífvera og er Ísland þar engin undantekning. Á undanförnum árum hefur lítið verið aðhafst til varnar ágengum framandi tegundum hér á landi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hefja aðgerðir til að takmarka tjón af völdum þeirra í samræmi við stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Notkun innfluttra tegundaJón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar ÍslandsGróður- og jarðvegseyðing er stærsta umhverfisvandamál Íslands og endurheimt landgæða og skóglenda er brýnt úrlausnarefni. Innfluttar tegundir hafa verið notaðar í því starfi, en þess ber að gæta að notkun þeirra samrýmist öðrum umhverfismarkmiðum. Alaskalúpína var flutt til landsins til að græða upp auðnir og skaddað land. Flestir sem varað hafa við hættu sem lífríki landsins stafar af innflutningi og dreifingu ágengra framandi tegunda viðurkenna að alaskalúpínan er mjög öflug landgræðsluplanta. Hins vegar sýnir reynslan að hún festir ekki aðeins rætur í ógrónu landi heldur getur hún einnig breiðst yfir gróin svæði og gjörbreytt gróðurfari þeirra. Því ber að nota tegundina með fyllstu gát. Nýlega kynnti umhverfisráðherra áætlun sem miðar að því að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og takmarka eins og kostur er neikvæð áhrif þeirra á íslenska náttúru. Áætlunin var unnin að beiðni ráðherra af vinnuhópi sem skipaður var starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins. Í kjölfarið á kynningu áætlunarinnar spannst talsverð umræða um tillögur stofnananna. Eindregnust gagnrýni á þær var sett fram af hálfu Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands, sem skiluðu sameiginlega skriflegum athugasemdum til umhverfisráðherra. Þær eru ekki taldar gefa tilefni til að sveigja af þeirri leið sem mörkuð var í tillögum Náttúrufræðistofnunar og Landgræðslunnar. Ákvarðanir um fyrstu aðgerðirSveinn Runólfsson landgræðslustjóri Landgræðslu ríkisinsMikilvægt er að forgangsraða þeim svæðum þar sem sporna skal gegn útbreiðslu tegundanna tveggja. Undanfarin 10 ár hefur ræktun og dreifing framandi plöntutegunda verið bönnuð á hálendi landsins ofan 500 metra hæðarmarka, á friðlýstum svæðum og jarðmyndunum og vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Eðlilegt er að hafist verði handa við að uppræta lúpínu og skógarkerfil á þessum svæðum og hefur ráðherra í samvinnu við stofnanirnar ákveðið að þau verði fyrst tekin fyrir. Einnig hefur verið ákveðið að færa umrædd hæðarmörk niður í 400 metra yfir sjó og banna ræktun og dreifingu framandi tegunda ofan þeirrar línu á hálendinu. Miðhálendið er nú að mestu laust við alaskalúpínu og algerlega við skógarkerfil. Enn ætti því að vera hægt án mikilla erfiðleika að uppræta lúpínuna á hálendinu og koma í veg fyrir að hún nemi þar ný lönd. Ákveðið hefur verið að reyna að takmarka ræktun og dreifingu alaskalúpínu við svæði þar sem sterk rök eru fyrir notkun hennar í landgræðslu og skógrækt. Æskilegt væri að lúpína verði eingöngu notuð á stórum, samfelldum sanda-, vikra- og melasvæðum þar sem sjálfgræðsla er lítil og uppgræðsla eða skógrækt með öðrum aðferðum mjög kostnaðarsöm eða erfiðleikum bundin. Ráðherra hefur því ákveðið að fela Landgræðslu ríkisins í samráði við Skógrækt ríkisins og aðra sem hagsmuna hafa að gæta að setja fram tillögur um hvar á landinu megi nota alaskalúpínu. LokaorðAlaskalúpínan hefur breiðst mikið út á undanförnum árum, ekki síst í nágrenni þéttbýlis Heimamenn þurfa að svara því hver á sínum stað hvort þeir telji það æskilega þróun að lúpínubreiður verði ríkjandi á stórum svæðum. Sveitarfélögin þurfa sjálf að taka afstöðu og sýna frumkvæði, líkt og Stykkishólmsbær, Akureyrarbær, Ísafjarðarbær og Garðabær hafa gert. Skilningur almennings á vandamálinu skiptir öllu máli eigi árangur að nást. Fræðsla og upplýsing um vandmálin sem við er að etja skipta öllu máli ásamt samvinnu og samráði við sveitarfélög og aðra aðila sem þurfa að koma að málum. Öfgalaus og upplýst umræða er forsenda þess að árangur náist í þessu brýna verkefni sem er samfélagslegs eðlis líkt og nánast öll þau verkefni sem snúa að náttúru- og umhverfisvernd og felur fyrst og fremst í sér ábyrga umgengni mannsins við náttúruna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun