Körfubolti

Jakob skoraði flestar þriggja stiga körfur í sænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson stóð sig frábærlega með Sundsvall í deildarkeppninin.
Jakob Örn Sigurðarson stóð sig frábærlega með Sundsvall í deildarkeppninin. Mynd/Daníel
Jakob Örn Sigurðarson var sá leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta sem skoraði flestar þriggja stiga körfur í deildarkeppninni í vetur. Jakob skoraði 110 þrista í 40 leikjum eða fimm fleiri en næsti maður á listanum.

Jakob var meðal efstu manna á fleiri listum, hann var sjötti stigahæsti leikmaður deildarinnar (17,8 stig í leik), í 2. sæti yfir bestu vítanýtingu (85,4 prósent)., í 7. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna (39,9 prósent) og í 13. sæti í stoðsendingum (3,6 í leik).

Jakob og félagar í Sundsvall Dragons mæta Uppsala Basket í átta liða úrslitum en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit. Fyrsti leikurinn er í Sundsvall á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×