Þýska liðið Bayern Munchen og spænska liðið Real Madrid hafa ákveðið að spila æfingaleik í sumar til heiðurs Franz Beckenbauer sem er að hætta sem forseti Bayern. Leikurinn fer fram í í Allianz Arena í Munchen 13. ágúst.
Þetta verður einn af fyrstu leikjum Jose Mourinho sem þjálfari Real Madrid og þarna mætir hann einmitt aftur gamla meistaranum sínum Louis van Gaal. Internazionale vann einmitt 2-0 sigur á Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem var síðasti leikur ítalska liðsins undir stjórn Jose Mourinho.
Uli Hoeness tók við forsetastöðunni hjá Bayern af Franz Beckenbauer sem er nú titlaður sem heiðursforseti þýska liðsins þar sem hann hefur eitt stærsta hlutanum af ferlinum sem leikmaður, þjálfari og nú síðasta forseti.
Mourinho mætir með Real Madrid í æfingaleik á móti Bayern
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti





Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn


Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti
