Aldrei, aldrei Kjartan Jóhannsson skrifar 19. október 2010 06:00 Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrisjóðanna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamaður getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifalaust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsambandi launafólks við stjórnvöld. Með löggjöf var launamanninum gert að trúa lífeyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórnar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillögur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmálanum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrisjóðanna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamaður getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifalaust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsambandi launafólks við stjórnvöld. Með löggjöf var launamanninum gert að trúa lífeyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórnar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillögur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmálanum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar