Real Madrid hefur staðfest að Angel di Maria leiki með félaginu á næstu leiktíð. Hann eru fyrstu kaup Jose Morunhio frá því hann tók við í sumar.
Þetta kom fram á Sky í kvöld en kaupverðið nemur um 20 milljón pundum. Hann fer til Real frá Benfica þar sem Argentínumaðurinn sló í gegn.
Di Maria skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid og var eftirsóttur í allt sumar. Hann var þó alltaf á leiðinni til Real Madrid, þangað vildi hann fara og þar endaði hann.
Di Maria hefur leikið ágætlega með Argentínu á HM en þó átt æði misjafna leiki.
