Enski boltinn

Ferguson dreymdi um að taka við Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt það að hann hefði verið til í að taka við liði Barcelona og það sé í raun eina félagið sem gæti dregið hann frá Manchester United.

Ferguson er orðinn 68 ára gamall og hefur sitið í stjórastólnm hjá Manchester United síðan í nóvember 1986 eða í meira en 24 ár.

„Ég hefði elskað það að fá tækfæri til að taka við liði Barcelona. Það hefði verið draumur að rætast," sagði

Alex Ferguson í viðtali Aspire4Sport á ráðstefnu í Doha.

„Hugmyndafræði þeirra og sýn þeirra á fótboltann er frábær en ég tel að við horfum eins á hlutina hjá Manchester United. Það er öðruvísi menning hjá þessum félögum en bæði reyna að vinna alla leiki," sagði Ferguson.

Ferguson spáir því að enginn stjóri muni vera jafnlengi á Old Trafford og hann. „Ég er fyrirbæri," sagði Ferguson í léttum tón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×