Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 21:06 Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira