„Þetta var ekki fullkomið en mjög góð frammistaða, sterk frammistaða," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir að hans menn slátruðu Porto 5-0 í Meistaradeildinni.
Nicklas Bendtner skoraði þrennu í leiknum en Wenger sparaði hrós til danska sóknarmannsins. „Þetta var gott fyrir hann. Hann lék vel á laugardaginn en fór illa með færin. Hann fékk færri færi í kvöld en skoraði mörk," sagði Wenger.
„Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en vorum ekki nægilega öflugir í upphafi þess síðari. En eftir að Nasri skoraði komumst við aftur á flug og eftirleikurinn var auðveldur."
Wenger segist vera sama þó Arsenal dragist gegn ensku liði í næstu umferð. „Ég er með furðulega tilfinningu, kannski er það bara gott fyrir okkur að mæta ensku liði," sagði Wenger.