Lionel Messi segist þess fullviss að Cesc Fabregas muni einn daginn ganga til liðs við æskufélag sitt, Barcelona.
Fabregas hefur lengi verið orðaður við Barcelona en hann er í dag fyrirliði Arsenal þar sem hann gegnir lykilhlutverki.
Talið er að hann hafi verið nálægt því að fara aftur til Spánar í sumar en ekki kom til þess.
„Ég held að á endanum muni Cesc gera það sem hann vill gera,“ sagði Messi við spænska fjölmiðla.
„Ég er viss um að hann vilji koma til Barcelona þar sem hann gerir sér grein fyrir því að það er eina félagið þar sem hann getur unnið titla,“ bætti hann við og sendi Arsenal þar með ansi bitra pillu.
Þessi lið eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Arsenal vann fyrri viðureign liðanna á heimavelli, 2-1.
Messi viss um að Fabregas komi til Barcelona
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Hólmbert Aron til Suður-Kóreu
Fótbolti

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn