Körfubolti

Þreföld tvenna hjá Hlyni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Sundsvall Dragons kom sér aftur á beinu brautina í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld með frábærum útisigri á Norrköping Dolphins, 105-98.

Sundsvall er á toppi deildarinnar en tapaði óvænt fyrir Jämtland á heimavelli á mánudagskvöldið.

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson sýndu allar sínu bestu hliðar í kvöld. Jakob var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig en Hlynur Bæringsson var með þrefalta tvennu - fjórtán stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.

Sundsvall náði snemma forystunni í leiknum og hélt henni allt til loka leiksins. Jakob kom Sundsvall í átján stiga forystu, 83-65, með þristi á lokasekúndu þriðja leikhluta og náði Norrköping ekki að brúa það bil í lokaleikhlutanum.

Sundsvall er nú með átta stiga forystu á næsta lið, LF Basket, en Norrköping er í þriðja sætinu með 40 stig, tólf á eftir Sundsvall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×