Körfubolti

Sigur hjá Íslendingaliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Solna Vikings og Uppsala Basket unnu bæði leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Logi Gunnarsson og félagar í Solna unnu góðan sigur á LF Basket í framlengdum leik, 112-108, á heimavelli. LF Basket er í öðru sæti deildarinnar en Solna í því sjötta.

Logi lék í tæpar 40 mínútur í leiknum og skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni. Alls skoraði hann 20 stig í leiknum en hann tók átta fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum þrívegis þar að auki.

Þá vann Uppsala öruggan sigur á Borås, 104-79, á heimavelli. Helgi Már Magnússon náði ekki að skora fyrir Uppsala en lék í 20 mínútur og á þeim tíma tók hann þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Uppsala og Solna eru jöfn að stigum í deildinni en Uppsala í fimmta sætinu og Solna í því sjötta, sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×